Við skulum ekki setja ykkur á hausinn strax.

Stjónrnarflokkarnir senda okkur á landsbyggðinni kaldar kveðjur.  Við skulum leyfa ykkur að draga okkur upp úr skítnum áður en við setjum ykkur á hausinn.  Það sem kallað var hræðsluáróður af vinstrimönnum fyrir kosningar, þegar varað var við þessum aðgerðum er þá líklega raunin eftir allt saman.  Nú hafa stjórnarherrarnir áttað sig á stöðunni og sjá að sjávarútvegurinn er sú grein sem koma mun okkur út út kreppunni. 

Þessi skilaboð til okkar sem byggjum lífsafkomu okkar á starfi útvegsfyrirtækja gefa ekki ástæðu til bjartsýni.  Eins og annars staðar á landinu setur efnahagsástandið mark sitt á sjávarbyggðir landsins. Með þessum orðum "ríkisstjórnarinnar" er okkur í raun lofað því að þegar ástandið fari að lagast verði fótunum kippt undan sjávarútvegsfyrirtækjunum til þess að geta dreift aflaheimildunum aftur á "réttlátan" hátt.

Óvissan ein og sér sem sjávarútvegurinn þarf að lifa við undir þessum hótunum getur hæglega sett greinina í stórkostlegan vanda.  Ég tek ofan hatt minn fyrir þeim sem velja sér að vinna undir þessum hótunum og ásökunum.  Það er sjávarútvegurinn sem heldur þessu landi á floti í dag eins og hann hefur alltaf gert frá upphafi útgerðar í landinu.  Útvegsmenn, sjómenn og verkafólk á allt annað skilið en þessar kveðjur.

Guð blessi Ísland.


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu mér Jarl. Ef að allir þeir sem eiga kvótann og útgerðina í VM dettur í hug að selja´frá EYjum  og hætta rekstri NÚNA hvað þá ? Erum við ekki eign fárra greifa hvort sem er ,sem geta gert allt sem þeim dettur í hug þá og þegar þeim sýnist svo.Hvað verður þá um verkafólkið? Heldur þú að þá opnist möguleikar fyrir dugmikla menn og konur til að ´róa og fara í útgerð.Það er ekki hægt eins og staðan í dag ,nema þá getir komist í mjúkinn hjá auðjöfri. Þarf ekki að laga eitthvað í kerfinu?Ég spyr?

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Það er með útvegsfyrirtækin eins og önnur fyrirtæki að ef starfsemi þeirra flyst burt þá fara störfin með.  Ef ákveðið yrði að fara með álverið úr Straumsvík og færa það til Vestmannaeyja þá myndu störfin óhjákvæmilega fylgja með.  Það er enginn skyldugur til að vera með atvinnustarfsemi á einum stað umfram annann og ég geri ekki ráð fyrir að fólk vilji af alvöru fara þá leið.  

Þar væri í sjálfu sér hægt að leysa yfirleitt öll fyrirtæki á Íslandi til ríkisins og dreifa þeim með réttlátum hætti um landsbyggðina.  Það kallast kommúnismi og er í sjálfu sér falleg hugmynd, en hún hefu því miður ekki gengið sem skyldi.  Hinn vestræni heimur hefur frekar hallast að því kerfi sem kallað er frjálshyggja og styður frelsi einstaklingsins til athafna. 

Útvegsfyrirtækin eru þó umfram önnur fyrirtæki bundin þeim lögum að ef selja skal bát með kvóta þá hafa aðilar í viðkomandi byggðarlagi forkaupsrétt á þeim pakka.  Þá mega útlensk fyrirtæki ekki reka sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi.  Að öðru leyti gilda svipaðar reglur um sjávarútvegsfyrirtæki og önnur fyrirtæki ef frá er talin aukaleg skattheimta á sjávarútveg í formi auðlindagjalds, sem er enn ein aðför ríkisins að greininni.

Svo ég svari spurningunni beint þá er því þannig farið að ef þeir sem eiga kvótann og útgerðina ákveða að selja kvótann frá Eyjum og hætta rekstri þá hverfa störfin með, líkt og með önnur fyrirtæki.  Hins vegar má benda á að þeir sem eru í þessum rekstri taka mið af því hvar hagstætt er að gera út og því hefur kvótinn safnast á þá staði á landinu þar sem það þykir hagstæðast.  Frjálst framsal stýrir því kvótanum á þá staði þar sem hentugast er að gera út.  Handvirk dreifing kvótans stýrir kvótanum á þá staði sem pólitíkusum þóknast að hafa hann.  Mér hugnast fyrrnefnda aðferðin betur og tel ahan skila okkur kraftmeiri sjávarútvegi til hagsbóta fyrir þjóðina.

Dugmiklir einstaklingar geta og hafa alltaf getað fótað sig á Íslandi hvort sem er í sjávarútvegi eða annarsstaðar.  En menn geta bara ekki orðið stórútgerðarmenn á einni nóttu.  Slíkt gerist ekki og hefur aldrei gerst.  Líkt og með önnur fyritæki í landinu veitir aðgangur að fjármagni mönnum forskot í þessu.  Þætti mönnum eðlilegur hlutur að duglegur verkamaður myndi byggja sér álver sísvona?  Eða að laginn rafvirki virkjaði Þjórsá eða keypti Landsvirkjun?

Tækifæri duglegra einstaklinga til að eignast bát og róa til fiskjar hafa minnkað sökum þess að einingarnar eru orðnar af þeirri stærðargráðu að í flestum tilfellum þarf samtök einstaklinga til að standa undir slíkum rekstri, þannig er þessu víða farið, sjávarútvegurinn er ekkert einsdæmi hvað þetta varðar.  Þannig verða til félög utan um fyrirtækin í landinu.  Einstaklingsútgerðir eru þó til, en þeir sem láta hæst yfir óréttlæti heimsins hafa lítinn áhuga á slíkri erfiðisvinnu.

Hugmyndir vinstriflokkanna ganga út að að taka kvótann frá fyrirtækjunum og skilja eftir skuldirnar.  Síðan veit ég ekki betur en standi tilað selja þær aftur hæstbjóðanda.  Það er örugg leið til að setja þessi fyrirtæki á hausinn.  Ekkert fyrirtæki getur staðið undir þess lagaðri eignaupptöku. 

Vissulega má ýmislegt laga í þessu kerfi.  Bent hefur verið á að hækka ætti veiðiskylduna til að minnka þetta svokallaða leigubrask (þó hafa menn bent á að það gæti komið jafnvel leiguliðunum illa). Þá hefur verðmyndun á kvóta verið mjög óeðlileg nú síðustu ár  og þar mætti athuga hvort ekki væri möguleiki að gera bragarbót á.  En að hóta mönnum sífelldri eignaupptöku eru ekki vinnubrögð sem tíðkast eiga í lýðræðis þjóðfélagi.

Jarl Sigurgeirsson, 6.5.2009 kl. 16:20

3 identicon

Takk fyrir þetta Jarl minn.Kveðja.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jarl Sigurgeirsson

Höfundur

Jarl Sigurgeirsson
Jarl Sigurgeirsson
Vestmannaeyingur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband