Tveir valkostir

Á morgun göngum við til kosninga.  Valkostir eru í mörgum tilfellum skýrir, þó svo stefnumálin hafi nú verið nokkuð flöktandi hjá vinstri flokkunum sem eina mínútuna vilja álver en ekki hina næstu, einn daginn vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður ESB en ekki þann næsta, einn daginn vilja eignaskatt en kannast ekkert við það daginn eftir og svo mætti lengi telja.

Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeim efnahagsþrengingum sem hrella heimsbyggðina þessa dagana.  Yfir okkur hefur riðið mesta efnahagslægð íslandssögunnar með tilheyrandi braki og brestum.  Allir flokkar eru sammála um að sjávarútvegurinn muni að miklu leiti standa undir endurreisn íslenska efnahagskerfisins.  Þó er því þannig farið að vinstri flokkarnir boða aðgerðir í sjávarútvegsmálum sem stefna munu greininni lóðbeint í þrot.  Svonefnd fyrningarleið sem flokkarnir boða gegnur út á að taka til ríkisins aflaheimildir sem fyrirtækin hafa keypt en skilja þessi sömu fyrirtæki eftir með skuldir vegna kaupanna. 

Sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki frekar en önnur fyrirtæki í landinu farið varhluta af þeirri efnahagskreppu sem yfir landið hefur riðið.  Að ætla sér að ráðast með þessum hætti að þeirri grein sem á að verða undirstaðan að endurreisn efnahagskerfisins er stórhættulegt athæfi og með ólíkindum að mönnum skuli detta svona nokkuð í hug, sérstaklega á þessum viðsjárverðu tímum.

Þá hefur Samfylkingin lofað því að ganga með okkur beina leið inn í ESB.  Þar ætla þeir að reisa við efnahag þessarar þjóðar.  Það hljómar mjög undarlega að segja eina stundina að sjávarútvegurinn eigi að bjarga þjóðinni en þá næstu að koma með þessar tvær tillögur sem örugglega munu ganga að greininni dauðri.  Lengi vel virtist sem vinstri grænir ætluðu að standa á móti ESB áráttu Samfylkingar en nú virðist annað hljóð komið í strokkinn og menn löngu búnir að henda minnisblöðunum frá landsfundinum.

Þá má nefna að Vinstri grænir eru algerlega með það á hreinu að fyrstu aðgerðir sem skoða eigi til að laga halla ríkissjóðs séu að lækka laun og hækka skatta.  Vissulega getur komið til þess að hækka þurfi skatta og daga saman í launakostnaði.  En flokkur sem setur þau mál í fysta sæti ásamt því að standa í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu í formi stóriðju á ekki heima við stjórnartauma lands í miðri kreppu.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að standa vörð um þá atvinnugrein sem draga á okkur upp úr þessu ástandi.  Innganga í ESB er ekki á dagskrá og hvað þá að stunda stórfellda eignarupptöku í greininni.  Allar leiðir verða skoðaðar áður en hugur verður leiddur að launalækkunum og skattahækkunum og nýjir skattar verða ekki teknir upp.  Skapa á störf í iðnaði og framleiðslu og ber þar hæst tvö álver í Helguvík og á Bakka.

Það eru tveir valkostir í stöðunni.  Að setja X við D og stuðla þannig að endurreisn atvinnulífsins með fókusinn á ný framleiðslustörf, varðstöðu við sjávarútveginn og sjálfstæði þjóðarinnar. Eða að kjósa lægri laun, hærri skatta og laskaðan sjávarútveg.

Þitt er valið.


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll Jarl, góð grein og ekki spurning ef almenningur leggur nú niður fyrir sig valið um aðgerðir eða aðgerðaleysi þá er bara um einn flokk að ræða og reyndar sá eini sem treystandi er fyrir velferð okkar Íslendinga.

X-D fyrir minn smekk og minnar fjölskyldu

Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:18

2 identicon

Ef XD er eini flokkurinn sem hægt er að treysta, er er ekki vel komið fyrir íslendingum ! Hverjir leiddu okkur í þessa stöðu sem við erum í núna?

Sjálfstæðis menn og framsókn búnir að ríkja í 18 ár. Varðandi sjávarútveginn, þá er það skrítinn hugsunarháttur að halda að einu mennirnir í landinu sem geta rekið sjávarútveginn séu mennirnir sem fengu fiskinn í sjónum gefins, og notuðu arðinn af eign þjóðarinnar til að gambla með á hlutabréfamörkuðum og kaupa sér þyrlur og lifa hátt og dýrt, selja og leygja kvóta til þess að kosta líferni sitt .

Þessir kvótakónga hafa  nú þegar lagt heilu byggðarlögin í rúst t.d. fyrir vestan og austan land hvenær kemur að ykkur?? Þegar kappana vantar meiri pening til að sukka með?? 

Þú Jarl, virðist ekki hafa mikla trú á þessum sömu mönnum til að reka fyrirtækin á jafnréttis grundvelli, þar sem að allir geti boðið í kvótann . Þrátt fyrir að hafa töluvert forskot á alla aðra ,sem hafa áhuga á að veiða fisk þar sem þessir  menn hafa haft 25 ár til að veiða fiskinn,  selja og gambla með!! Varðandi ESB þá er það furðuleg hræðsla í sjálfstæðismönnum að þora ekki að sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðunum. Eruð þið hræddir um að missa styrkina frá stórfyrirtækjum!!

Engar áhyggjur þetta tíðkast um allan heim þar sem stjórnmálamenn eru spilltir og hættir að þekkja munin á réttu og röngu. M.ö.o. kallaðir siðvillingar eða patar á máli sérfræðinga í þessum efnum!!!!

Bestu kveðjur Hanna

Ps. heillaði mig ekki þessi poka og tösku barátta ykkar . Eruð þið með þessu að reka fólkið sem kýs ekki XD úr bænum??? Var ekki alveg að ná þessu!!!

Hanna (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:09

3 identicon

Hanna mín þú ferð mikinn í málefnum landans, mikið væri nú gott ef við gætum bara kennt einum um ástandið, en það er nú ekki aldeilis þannig. Það verður spennandi eða hitt þó heldur að fylgjast með vinstri mönnum takast á við ástand þjóðar-búsins ef skoðanakannanirnar standast. Ég hugsa að þá komi það í ljós virkilega hversu dýrmætum tíma er eitt af vinstristjórn. Er nú ekki betra að fá menn sem þora og geta að fást við slík úrlausnarefni sem fjármálin eru, held við höfum ekki það góða reynslu af vinstri beygju í stjórnmálum þar sem menn tala út og suður og komast aldrei að niðurstöðu. Nei takk nú kjósum við X-D og tippum á örugga framtíð fyrir land og þjóð

Halldór (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 22:50

4 identicon

Ekki var það nú neinn einn sem ég var að tala um Dóri minn heldur fjöldi XD manna -og XB manna og ekki er hægt að treysta t.d Bjarna Ben t.d sem er af hinni alþekktu Engeyjar ætt og þeir eru þekktir sem kolkrabba kújónar og stafa aðalega fyrir sig og sína vini þetta er ekki fólk sem að ég treysti!!Dóri minn hefur þú einhvern tíma fengið 12 rétta í tippinu????Þú færð það ekki með því að tippa á XD sorry!!!

Hanna (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 10:21

5 identicon

Jú Hanna mín hef fengið 12 rétta og meirað segja tvisvar, var svo heppinn í seinna skiptið að ég og Elli Jör fengum utanlandsferð á leik í Englandi, gaman gaman. En Hanna mín getur ekki verið að þú sért að tippa á ranga menn, nú er Bjarni Ben nýr í forystuhlutverki og svo Framsóknar-tröllið, þetta eru menn sem ég treysti fullkomlega til að takast á við sukkið og svínaríið sem hefur verið viðloðandi í stjórnartíð framsóknar og Samfylkingar og auðvitað smávegis hjá sjálfstæðismönnum sem varla er hægt að kenna um allan skapaðan hlut, samfylking og framsókn eru ekki undanskilin, nú svo eru það blessaðir vinstri græn sem vita varla í hvorn skóinn á að stýga enda  komin upp mörg vandamálin í samskiptum þeirra innan flokksins, td. aðhlátursefni landans í málefnum olíuvinnslunnar væntanlegrar. Nei takk nú styðjum við flokkinn sem alla dreymir um, X-D

Sjáumst á kjörstað Hanna mín.

Halldór (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:07

6 identicon

Borgarahreyfingin er eini valkosturinn. www.xo.is Þú verður að átta þig á því að sjálfstæðisflokkurinn er gjörspilltur og þess vegna mun hann ekki bjarga einu né neinu. Hann mun láta okkur taka við skuldunum öllum og ekki elta peningana OKKAR til útlanda. Alltof miklir hagsmunir hjá þeim og þeir eru skíthræddir um hvað mun koma í ljós.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:18

7 identicon

Elsku Dóri ég er mjög ánægð fyrir þín hönd að þú hafir verið svona heppin í typpinu! Því miður eru ekki allir svo heppnir þá væri nú öldin önnur og ekki þessi mikli munur á ríkum og fátækum en eins og fyrrum formaður flokksins þíns sagði um árið "það er ekki til fátækt á Íslandi"! En Ekki gleyma því að Sjálfstæðismenn hafa verið miklu lengur við stjórn en nokkur annar flokkur á Íslandi nánast síðan við fengum sjálfstæði okkar og Danir sömdu okkar stjórnarskrá og bændur = framsókn en í dag eru forsendur allt aðrar en á þessum tíma og þessi úrelta króna okkar er afgangur frá dönsku krónunni, er ekki komin tími til að breyta þessari gömlu skruddu og setja hana á þjóðmynjasafnið ásamt íslensku krónunni og hafa alíslenska stjórnarskrá og alþjóðlegan gjaldeyri sem virkar betur fyrir sjávarútveginn og fyrirtækin í landinu.Og nú spyr ég, er þá  75% af þjóðarinnar með martröð!!!?????

Hanna (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:15

8 identicon

Borgarahreifingin hvað, nýtt afl sem hefur ekki hundsvit á þvi hvað þarf að gera nei takk herðu annars of seint að djöflast í mér ég er búinn að kjósa og kaus rétt.

Halldór (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:17

9 identicon

Að lokum elsku dúllan, mín gangi ykkur í eyjum sem allra best! Ekki láta vonbrigðin ná tökum á ykkur krúttin mín. Barátta er jú alltaf barátta og skilar sér í vilja þjóðarinnar og ekkert nema gott um það að segja. Þannig er jú lýðræðið!

Bestu kveðjur til ykkar allra Hanna og fjölsk

Hanna (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:33

10 identicon

Mesta kjaftæði sem ég hef lesið

ok (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jarl Sigurgeirsson

Höfundur

Jarl Sigurgeirsson
Jarl Sigurgeirsson
Vestmannaeyingur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband